Hagsmunir íbúa Suðvesturkjördæmis.
Sunnudagur, 17. desember 2006
Mosfellingar, Kópavogsbúar, Garðbæingar, íbúar á Álftanesi ásamt Hafnfirðingum byggja stærsta kjördæmi landsins. Kjördæmi sem liggur kringum Reykavík höfuðborgina í landinu. Það eru margvíslegir hagsmunir sem eðli máls samkvæmt er eðlilegt að fólk geri kröfu um að sé fyrir hendi af hálfu hins opinbera hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög til þjónustu við íbúa.
Samgöngumannvirki og framkvæmdir við þann þátt er atriði sem virðist varla hafa lotið samstarfi millum sveitarfélaga á svæðinu hvað þá heldur ríkisins og ástandið í þeim málum viðkomandi ábyrgðarhandhöfum lítt til sóma. Grunnþjónustuþættir svo sem heilbrigiðsþjónusta per íbúa birtist ekki í stöðugildum starfandi heimilislækna svo eitt dæmi sé tekið, og nauðsynleg uppbygging þjónustu við aldraða í formi úrræða virðist hafa setið á hakanum vægast sagt.
Rekstur grunnskóla í höndum sveitarfélaga hefur ekki þýtt einhverja sérstaka framþróun á því sviði sérstaklega því sama pólítík " að spara aurinn en kasta krónunni " er við lýði þar alveg sama hver á í hlut rétt eins og hjá ríkinu.
Skattkerfi sem fremur letur en hvetur til vinnuþáttöku vegna tekjutenginga alls konar hittir fyrir íbúa þessa kjördæmis eins og aðra á landinu.
Atvinnutækifærum einyrkja í sjávarútvegi hefur fækkað og fækkað við tilfærslu smæstu útgerðareininga inn í kvótakerfi sjávarútvegs og áhorf á annars konar atvinnutækifæri því eðli máls samkvæmt inn í myndinni , þrátt fyrir fullkomnar aðstæður svo sem höfn í Hafnarfirði.
Fjölgun einkahlutafélaga með tilheyrandi minni skattekjum til sveitarfélaga er atriði sem gerir það að verkum að skattkerfið þarf að skoða með tilliti til þess að fjármunir til þjónustu hvers konar komi sem eðlilegur hluti af skattgreiðslum íbúa.
Fyrst og síðast þarf hins vegar að vera til staðar samstarf millum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga þar sem hagsmunir eru sameiginlegir í því efni og óviðunandi að einstök sveitarfélög alveg sama hver taki ekki þátt í þeim hinum sameiginlegu hagsmunum sem lúta að þörfum íbúa allra.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein um Kragann
Kveðja - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 17.12.2006 kl. 11:33
Vil nú bara minna á að Seltjarnarnes tilheyrir þessu kjördæmi líka.
Björg K. Sigurðardóttir, 18.12.2006 kl. 00:04
Ætlaði líka að minnast á Seltjarnarnesið. Ég veit ekki betur en að samgöngur á milli sveitafélagana í kraganum hafi verið ágætar. Það hefur aftur á móti gengið erfiðlega með samgöngur á milli kragans og Reykjavíkur að sumu leyti. T.d. tók fyrrverandi meirihluti í borginni það ekki í mál að tengja saman lindirnar í kópavogi og seljahverfið.
Og hvað varðar heimilislækna þá held ég að helsta vandamálið varðandi þá sé sú staðreynd að þeir fá ekki lengur borgað eftir því hvað þeir afgreiða marga heldur bara tímakaup. Sem þýðir að það er engin hvati fyrir þá að koma fleirum fyrir yfir daginn. Þetta gæti einkarekstur leyst en á hann má víst ekki minnast í sumum sveitarfélögum í kraganum.
Egill Óskarsson, 18.12.2006 kl. 02:44
Svo ég haldi nú aðeins áfram.
Það er líka fullkomin höfn í Kópavogi en að hvaða leyti eru atvinnutækifærum einyrkja upp á sveitafélögin komin?
Framþróun í rekstri grunnskóla hefur einmitt verið góð í ákveðnum sveitafélögum í kraganum, og kannski hvað best í því sveitarfélagi sem hefur verið hvað frjálslyndast varðandi einkarekstur í þeim málum. Garðabær hefur að mörgu leyti tekið forystuna í grunnskólanum.
Ertu á móti því að fólk stofni einkafyrirtæki?
Egill Óskarsson, 18.12.2006 kl. 02:49
Biðst nú innilegrar afsökunar á því að hafa gleymt Seltirningum í upptalningu minni, því ágæta fólki sem þar býr, en sjálf bjó ég á Nesinu frá 92-98 og líkaði vel.
Samgöngumálin úr Hafnarfirði í Smáralind, hafa verið með eindæmum erfið of lengi þótt það horfi til bóta fljótlega.
Hvað varðar heimilislækna þá vil ég ekki sjá akkorðshvetjandi kerfi þar frekar en í ferliverkum sérfræðinga á sjúkrahúsum, slíkt á ekki heima í lækningum .Við eigum að hafa efni á þvi að hafa nægilegan mannafla að störfum við grunnþjónustu við heilbrigði en ég hef ekkert á móti því að þeir hinir sömu læknar fái að reka einkastofur sem myndi þá lúta útboði á heilbrigðisþjónustu per ákveðinn fjölda íbúa hvað varðar grunnþjónustuþáttinn.
Varðandi sveitarfélögin, og atvinnutækifæri einyrkja til dæmis við sjávarútveg þá hefur slíkt nær verið drepið í dróma með kvótakerfi því sem við ´lýði er og vannýttur skipakostur við bryggjur sem fjármunum hefur verið varið í að byggja upp af sveitarfélögum. Ég tek undir það að Garðabær hefur gert mismunandi rekstri skóla jafnt hátt undir höfði sem er vel og telst framþróun.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.12.2006 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.