Hvar eru stjórnmálamenn sem kunna og geta það, að tala kjark í þjóðina ?

Því miður er afar fáa, sýnilega stjórnmálamenn sitjandi á þingi að finna, sem kunna að tala kjark í þjóðina, og ekki stendur ríkisstjórnin sig í því hlutverki.

Oft var þörf en nú er nauðsyn þess hins sama og þar á ég við það að hér á landi er til staðar atvinnuleysi sem hluti þjóðarinnar hefur ekki upplifað áður.

Hvert og eitt einasta stjórnvald í landinu þarf og verður að reyna að draga fram þá möguleika sem þjóðin á og hefur í annars þröngri stöðu þjóðarbúsins nú um stundir.

Öll él birtir upp um síðir, og þeir stjórnmálamenn sem gefa sér tíma til þess að tala til þjóðarinnar um fleira en það sem hver dagur hefur í skauti sínu í dægurþrasi millum flokka hvers konar með sýn á framtíðina, virða þann mannlega þátt.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband