Vilt þú hafa áhrif á þitt samfélag og þróun þess ?
Mánudagur, 13. júlí 2009
Það er ekki nóg að hafa skoðun á málum þegar allt hefur hrunið til grunna, eða hvað ?
Við hljótum á öllum tímum að þurfa að taka þátt í lýðræðisþróun sjálf ef við viljum sjá mál þróast til betri vegar.
Það er hins vegar allt of algengt að fólk hefur kosið sömu flokka aftur og aftur líkt og það að fylgja sömu flokkum væri lögmál náttúrunnar og það sem flokkunum dettur í hug að matreiða fyrir hverjar kosningar, er eitthvað sem menn setja atkvæði sitt við án þess að taka þátt í starfi flokka um það sem þar er kokkað.
Heilu stjórnmálaflokkarnir geta staðnað í fari þess að viðhalda sjálfum sér sem sérstakri stofnun, án þess að eygja sýn á endurnýjun og þróun hvers konar án tilrauna til þess að virkja hinn almenna flokksmann til þáttöku svo nokkru nemi.
Þannig verða til stöðluð viðhorf í stjórnmálum sem heilu flokkarnir sitja pikkfastir í enn þann dag í dag.
Nægir þar að nefna orðið " hagræðing " sem varð til þess að flest allir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar undanfarin kjörtímabil, hvar í flokkum sem standa hafa fallið á kné fyrir ,án þess að spyrja nauðsynlegra spurninga um í hverju, hvar og hvenær hagræðing væri fólgin.
Þess vegna hrundi hér allt til grunna því menn vissu ekkert um það sem þeir hinir sömu höfðu knékropið fyrir, þeir fylgdust bara með fjölmiðlunum.
Við þurfum að vera virk og taka þátt og greiða atkvæði um okkar eigin mál og láta í ljósi okkar vilja til þess að hafa áhrif á þróun í einu samfélagi, hvers eðlis sem er.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.