Svona taka Bandaríkjamenn á bankahruni og földum bankareikningum utan lands.

Gæti trúað að þessi frétt ætti að geta sagt okkur Íslendingum eitthvað um hvernig menn snúa sér varðandi meintan skattaundanslátt í Bandaríkjunum.

 

úr fréttinni.

"

"Bandarísk yfirvöld vilja að dómstóll kveði úr um að UBS þurfi að afhenda nöfn bandarískra reikningseigenda á þeim forsendum að svissneski bankinn hafi „kerfisbundið og vísvitandi“  brotið bandarísk lög. Allt að 52 þúsund bandarískir skattgreiðendur eiga bankareikning hjá UBS utan landsteinanna og komast þannig hjá því að greiða skatta í heimalandi sínu.

Svissnesk yfirvöld standa hins vegar með UBS og segja málið til þess fallið að valda milliríkjadeilum, með því að neyða UBS til að brjóta svissnesk lög. Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum krefjast þess að dómari láti hótanir frá Sviss ekki hafa áhrif á úrskurðinn. Erlend ríki skuli ekki að vild láta banka sína og fyrirtæki, sem stundi viðamikil viðskipti í Bandaríkjunum, komast hjá því að láta af hendi upplýsingar sem tengjast rannsóknum á glæpum.

Dómarinn hefur ekki ákveðið hvort orðið verður við óskum um frestun. "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja fresta réttarhöldum um UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband