ÉG mótmæli að fá ekki að greiða atkvæði, um það hvort fara eigi í aðildarviðræður.

Til hvers í ósköpunum að henda fjármunum í aðildarviðræður um mál, í þeim aðstæðum sem íslenska þjóðin er í nú um stundir og koma síðan heim með eitthvað sem þjóðin síðan fellir ?

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að andstaða við Evrópusambandsaðild er hjá meirihluta þjóðarinnar nú um stundir, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Sú hin sama andstaða hefur aukist ef eitthvað er í ljósi upplýsinga þess efnis að stjórnvöld hafi stungið undir stól gögnum, varðandi ábyrgð Íslands annars vegar og Evrópusambandsþjóða hins vegar í málum icesavereikninganna.

Forsenda lýðræðis í landinu er það að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort fara skuli í aðildarviðræður.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband