Stétt með stétt, þýðir jöfnuð, því hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki áorkað, undanfarna áratugi.
Laugardagur, 11. júlí 2009
Hinn gamli fjórflokkur hefur ekki áorkað jöfnuði í einu samfélagi hvað þá vitrænu skipulagi mála undanfarna áratugi hér á landi.
Sí og æ hefur raunin verið sú að ganga erinda eins á kostnað annars sitt á hvað þangað tíl í óefni stefndi fjárhagslega allra handa, og háværustu hagsmunahópar yfirleitt náð sínum markmiðum fram hvarvetna.
Algjör skortur á heildaryfirsýn hagsmuna eins þjóðfélags er og verður það sem fyrrum stjórnmálamenn munu þurfa að axla ábyrgð á, sem og margir þeir sem enn sitja við stjórnvölinn og hafa verið hluti af því hinu sama mismununarþjóðfélagi sem búið hefur verið til hér á landi.
Greiðsla vaxtabóta og húsaleigubætur er hlutir sem ekki ættu að vera til staðar í einu hagkerfi sem er eðlilegt og mun nær hefði verið fyrir löngu löngu síðan að taka verðtryggingu úr sambandi, því þetta heitir að stoppa í annars stagbættan sokk.
Allt tal um einkavæðingu og frjálst markaðssamfélag í þjóðfélagi þrjú hundruð þúsund íbúa hefur alltaf fallið um sjálft sig sökum þess að þrjú hundruð þúsund manns teljast EKKI markaður.
Því til viðbótar er það ekki markaðssamfélag þegar hið opinbera er á sama tíma með nær helming umsvifa í einu þjóðfélgi á sínum vegum sem útgjaldaþátt til handa skattgreiðendum.
Það er og hefur verið annað hvort í ökkla eða eyra í hugmyndum stjórnmálaafla til vinstri eða hægri , þeir fyrrnefndu virðast telja að enn aukin umsvif hins opinbera geti skapað þjóðarhag en þau síðarnefndu hafa gert tilraunir til þess að búa til peninga úr norðurljósunum til þess að veðsetja og versla með í formi hagræðingar skammtímaumsvifa verslunar og brasks, svo sem heimildum til að veiða fisk úr sjó án þess að á land sé dreginn.
Verkalýðshreyfingin hefur handabandað yfrlýsingar við stjórnvöld í áraraðir en ekki staðið vörð um hagsmuni launþega, enda allir á sínum pólítísku básum sem blása eftir því hver er við stjórnvölinn.
Með öðrum orðum ónýtt afl í þágu verkamanna á Íslandi.
Hið opinbera hefur ekki einu sinni haft upplýsingar um hve margir ríkiisstarfsmenn eru í raun sem hvert einasta eðlilegt þjóðfélag ætti að hafa á reiðum höndum.
Óreiðu og skipulagsleysi er því hægt að rekja beint í skort á tengslum kjörinna fulltrúa á þingi,við framkvæmd mála, sem setja alls konar lög á færibandi en vita minna um virkni þeirra til handa fólkinu í landinu svo ekki sé minnst á umsvif fyrirtækja og efnahagsþróun í heild.
Það er margt sem þarf að breyta.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.