Umfang fíkniefnaglæpamanna í íslensku samfélagi.
Laugardagur, 16. desember 2006
Áður en þú getur snúið þér við kann barnið þitt að vera búið að " redda " sér ólöglegum fíkniefnum sem ganga kaupum og sölum á næsta götuhorni, alls staðar. Já þetta er svona segir fólk , alveg hræðilegt EN hvað gerum við í því að tala gegn þessu þjóðfélagsmeini sem kostar okkur stórfé af skattfé okkar að fást við ár hvert ? Eru stjórnmálamenn í flokkum almennt að láta málið til sín taka, er´búið að kaupa gegnumlýsingabúnað fyrir gáma til dæmis ? Nei því miður en aukið fjármagn til meðferðar af afleiðingum þessara efna er fyrir hendi , ár hvert í formi löggæslu og meðferðarúrræða allra handa , hvarvetna. Á sama tíma þrífst þetta glæpasamfélag á því að ´hræða fólk til að borga skuldir fyrir ólöglega starfssemi í landinu sem viðheldur fíklum við efnin og stofnunum við vandamálin sem síflellt kosta fleiri krónur i formi frekari vandræða. Einn einstaklingur auglýsir í fjölmiðlum sérstaklega gegn þessari vá , hann heitir Svavar Sigurðsson og mér best vitanlega kostar sínar auglýsingar sjálfur. Skyldi það geta verið að frekari áróður í formi auglýsingamennsku kynni að vera hægt að kosta af framtakssemi einhverra þó ekki væri nema til þess að reyna að forða einhverjum af vegi glæpamanna sem ganga lausir um allar jarðir ? Sjálf vildi ég að gefinni reynslu BANNA gsm símanotkun ungmenna undir 18 ára aldri á Íslandi sem kynni að hafa veruleg áhrif. Ótal fleiri ráð eru til en þau þarf að ræða og það er timabært.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Keli.
Ábyrgð okkar foreldra er mikil, og það veit sá sem allt veit að það er ekki eitt heldur allt sem maður sem foreldri kann að þurfa að takast á við , með barn í viðjum þessa andskota sem fíkniefnaneysla er.
Í fyrstu reynir maður afskipti af félagaumhverfinu og atferli þar að lútandi aðstæðum með allra handanna hókus pókus aðferðum til þess að ná barni úr óæskilegum félagsskap. Svo eru það úrræðin þar sem foreldrið vill grípa í taumana en lokuð meðferð er ekki nema takmörkuð í formi neyðarvistar allt annað þarf að lúta samþykki barns sem getur hoppað inn og út úr úrræðum að vild til 18 ára aldurs með tilheyrandi þróunar vandamála á verri veg jafnvel.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.12.2006 kl. 00:37
Hér ert þú að tala um að banna gsm notkun ungs fólks undir 18 ára aldri. Ég get ekki séð að það gangi því hefting á frelsi svo margra vegna dómgreindarleysis fárra er ekki réttlætanleg. Þó gsm símarnir færu yrðu aðrar leiðir og banninu væri mjög erftitt að framfylgja. Til að koma í veg fyrir smygl og sölu eiturlyfja þarf gífurlegt apparat og mikinn mannafla lögreglu og tollvarða. Kostnaðurinn á eftir að aukast verulega. Hugmyndir eru uppi um að ríkið selji (eða gefi gegnum klíníkur) ódýrt sterk eiturlyf á takmörkuðum fjölda staða og þannig eyðileggi markaðinnn fyrir dópsölunum. Hafi þeir ekki markað hafa þeir ekki ágóða af því að selja efnin og hætta þá að selja þau ungmennum. Þetta hefur verið reynt í ákv. borg í Sviss og neyslan minnkaði víst stórlega á nokkrum árum. Þetta er hugmynd sem mér finnst vert að skoða þó að ég sé ekki viss um ágæti hennar. Þetta er dramatísk breyting í nálgun á þessum málum en núverandi bannstefna hefur ekki verið sérlega árangursrík.
Svanur Sigurbjörnsson, 17.12.2006 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.