Hollendingar sjá málið í réttu ljósi.

Auðvitað er það engum í hag að semja út í bláinn, undir formerkjum fjarstæðukenndra hugmynda um fjárskuldbindingar, þar fara hagsmunir íslensku þjóðarinnar og hagsmunir sparifjáreigenda af innistæðureikngum erlendis saman.

úr fréttinni.

"Hollendingarnir segja í bréfinu til íslensku þingmannanna að Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki verði að koma að nýrri samningsgerð, enda beri þeir sína ábyrgð á málinu."

Auðvitað, allt alveg hárrétt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvetja þingmenn til að fella Icesave-frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra að einhverjir sjái hlutina í réttu ljósi. Er hægt að tryggja að stúdentinn Svavar Gestsson fái hæga hvílu frá gjaldadeild skattborgarana, hans tími er liðinn, skömm hans fullgerð og hann hafði nærri því verið okkur dýrari en nokkur annar útrásarvíkingur fyrr né síðar. Hann á engan pening til að borga sína vitleysu !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er talsmaður þeirra örfáu sem áttu yfir 100 þúsund evrur á Icesave reikningi. Hollenska ríkisstjórnin bætti allt uppí 100.000 evrur, en við erum svo að lofa endurgreiða upp að 20.887 evrum.

Tillögur þessaHollendings og þeirra sem hann er talsmaður fyrir snúast um að fá meira en 100.000 evrur á hvern reikning, því leggur hann til að Ísiland fái TVÖFALT HÆRRA lán til að endurgreiða allar innistæður að fullu.

Eftir honum er líka haft í fréttinni:

„Hollendingarnir segja að í stað láns upp á 3,6 milljarða evra á 5,5% vöxtum verði að semja við alla kröfuhafa. Nýtt lán gæti hljóðað upp á 7,3 milljarða evra en vaxtastigið verði að endurskoða. Vextir eigi að vera 1%“.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.7.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband