Var Samfylkingin komin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í markaðshyggjunni ?
Mánudagur, 6. júlí 2009
Samfylkingin hoppaði upp i vagn ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðismönnum 2007, og þau Geir og Ingibjörg kysstust á Þingvöllum, það hið sama ár. Flokkarnir virtust samferða um hina endalausu markaðshyggju og flugu formenn flokkanna í einkaþotum um allt til að sannfæra aðrar þjóðir um ágæti Íslendinga þá til framboðs í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Sú hin sama stjórn hraktist frá völdum eftir óeirðir og hamagang af ýmsu tagi sem vinstri jafnaðarmenn allra handa áttu ekki hvað síst þáttöku í.
Hvað gerist svo að kosningum 2009 loknum, jú vinstri menn hoppa upp í Samfylkingarvagninn, sem hefur það að stefnuskrá að fara beina leið til Brussel, með íslensku þjóðina. Flokkur sem var andsnúinn aðild landsins að Esb, er allt í einu tilbúinn að undirskrifa hugmyndir samstarfsflokksins um aðild til þess að komast í ráðherrastóla að virðist.
Því til viðbótar er eitthvað miðjumoðað samkomulag, uppáskrifað af stjórn landsins, þar sem Íslendingar eru gerðir ábyrgir fyrir skuldum einkafyrirtækja á íslenskum markaði sem féllu utan regluverks ESB, þar sem fyrrum formaður gamla Alþýðubandalagsins, fór með forsvar í samningum þeim.
Jafnframt eru einu hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar skattlagning á skattlagningu ofan fram og til baka þvers og kruss, svo mjög að menn sjá varla hvata til vinnu, ásamt verðtryggingu lána sem enn er tengd verðlagi, sem enn hækkar álögur allar i hring.
Eigi þetta að heita efnahagsstjórnun er hún sérkennileg á tímum samdráttar í hagkerfum öllum.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.