Vinstri menn fara á taugum þegar Davíð tjáir sig.

Eins og venjuega hlaupa menn á flokksbásana í varnarstöður fram og til baka þegar meintur aðalandstæðingur þeirra hinna sömu í stjórnmálum Davíð Oddsson lætur eitthvað frá sér fara.

Þar er um að ræða heimskulegan meting fyrrum formanns Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóra gagnvart öðrum fyrrum borgarstjóra, sem var þá formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sannarlega hefur haft hinar margvíslegu birtingarmyndir í íslenskum stjórnmálum undanfarna áratugi.

Pólítiskt hanaat, sem betur hefði verið komið innan veggja hænsnakofans á báða bóga að hluta til, en því skal ekki gleyma að búsáhaldabyltingin var vinstra megin og gerði mikið að koma einum manni frá Davíð Oddssyni, sem var pólítísk leiksýning til að auka fylgi við vinstri flokkana.

Hræðslan við Davíð endurspeglar oftar en ekki afar ómálefnalega umræðu í íslenskum stjórnmálum, sem verið hefur og er enn mikið vandamál.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband