Við viljum DAVÍÐ aftur.

Davíð Oddsson hefur nú gert hreint fyrir sínum dyrum að sjá má, en sennilega er hann einn fárra pólítíkusa með bein í nefinu á síðari tímum.

Sem persóna í pólítík hefur hann mátt þola allt að því fárviðri markaðsafla í landinu, gegn tilraunum til umbreytinga á eignarhaldi fjölmiðla á markaði á sínum tíma.

Á því ómálefnalega fárviðri nærðust vinstri flokkar í landinu, um tíma og að hluta til stjórnarandstaða í heild.

Það er fínt að Davið setji nú utanríkisráðuneytið í þá stöðu að birta skýrslu um innistæðutryggingar sem unnin hefur verið af OECD, og nú hljóta spjótin að standa á utanríksráðherra í því efni að upplýsa þjóðina um þau hin sömu gögn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Ragnarsson

112, ekki seinna en núna!!!!

Konráð Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 02:23

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Er það svo að Samfylkingarmenn þurfi að fara í dulargervi andar eða hvað ?

Voru það ekki mistök að flæma Davíð á brott ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Karl Löve

Ég held Guðrún að það sé einhver meðferð til við þessari vitleysu sem vellur upp úr þér. Ég held að það sé að koma árshátíð Félags Siðblindra þarna í félagsheimilinu Valhöll.

Karl Löve, 5.7.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Karl.

Hvaða vitleysu ert þú að tala um, getur þú verið ögn nákvæmari ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2009 kl. 02:57

5 identicon

Hér er smá tilvitnun í grein af www.visir.is http://www.visir.is/article/20090704/VIDSKIPTI06/939622956/-1

„Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrekuð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn einasti alþingismaður hefði hugmynd um að væri verið að búa til." 

Miðað við þetta að þá virtust ekki margir hafa vitað um ríkisábyrgðina sem var á Icesave reikningunum hjá vinum DO í Landsbankanum. Auðvitað vissi almenningur (sem nú situr í súpuni) ekki neitt og miðað við þetta að þá vissu þingmenn ekki heldur neitt!! Davíð vissi allan tíman allt en gerði ekki mikið sjálfur (sagði kanski Geir og kanski líka Sollu en aðrir þurftu ekki að vita neitt).  Þrátt fyrir alla sína vitneskju að þá ákvað seðlabankinn að afnema bindiskylduna á íslenskum útibúum erlendis. Ég reikna fastlega með að Davíð hafi verið viðriðin þá ákvörðun og samþykkt hana!!!!

Nei ég held að það hafi ekki verið mistök að flæma Davíð burt. Held reyndar að það hafi verið gert allt of seint. Held satt að segja að ef annar mikið ábyrgari aðili (sem ekki var vanur vinapólitík) hefði stjórnað seðlabankanum að þá hefði kanski á þeim tíma að þá hefði kanski verið tekið öðruvísi á málum. Það kemur að ég held nokkuð augljóst fram í þessu viðtali við hann vinasemi við Björgúlf. Honum virtist allavega ekki vera á sama að Björgúlfur færi á hausin. En stóra spurningin er alltaf af hverju leyfði hann þessu að gerast á meðan hann var á vakt. 

Kjarri. 

kjarri (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 07:15

6 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Til hamingju með comeback ykkar ástsæla foringja, sem auðvitað kom ekki nálægt  bankakreppunni. Hann getur nú leitt baráttu IceSlave hreyfingarinnar (sem er líklega núna að skipuleggja sig í nýtt stjórnmálaafl D, B og O lista) í stríðinu við alþjóðasamfélagið, einangrun og áframhaldandi kreppu.

Lárus Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

ég er sammála þér Guðrún, ef einhver ræður við málin núna  þá er það Davíð.

Baldur Már Róbertsson, 5.7.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband