Og hefst nú hagsmunavarsla lækna, með hagfræðing á eigin vegum.
Laugardagur, 4. júlí 2009
Afar fróðleg frétt, um það að LÆKNAVAKTIN sé ódýrasta fyrirkomulag þjónustu.
Raunin er sú að höfuðborgarbúar hafa mátt búa við lélegri þjónustu heilsugæslukerfisins en aðrir landsmenn hvað varðar það atriði að vitjun læknis hefur ekki getað átt sér stað að dagtíma heldur einungis eftir klukkan fimm. Það er lélegt.
Heilsugæsla hefur verið í lamasessi á höfuðborgarsvæðinu í mörg herrans ár og fyrirtæki lækna Læknavaktin er dýrari þjónusta en það atriði að hver læknir sjái um sína sjúklinga þar með talið vitjanir eins og tíðkast úti á landi. Sérgreinalæknum á ekki að blanda inn í þessa tegund þjónustu fyrir fimm aura eins og hér er gert í því sem ég dreg fram úr þessari frétt.
Hér er nefnilega verið að ræða um grunnþjónustu heilsugæslunnar.
"Fjárframlög ríkisins til Læknavaktarinnar árið 2007 var 247 milljónir króna. Til að bera saman kostnað heilsugæslunnar, sérgreinalækna og læknavaktarinnar var vitjanahlutinn tekinn út sem og 75% af kostnaði vegna símaþjónustu hjúkrunarfræðinga. Heildarkostnaður á hverja komu sjúklinga á Læknavaktina árið 2007 var um 3.700 krónur að meðaltali. Hlutur sjúklings í þessum kostnaði var tæplega 40% að meðaltali sem þýðir að ríkið greiddi 2.260 krónur fyrir hverja komu."
Væri þjónusta þessi allan sólarhringinn er kostnaður þessi réttlætanlegur en þjónustan er EKKI allan sólarhringinn, þess á milli er ætlast til þess að fólk komi fárveikt á heilsugæslustöðvar.
kv.Guðrún María.
Læknavaktin ódýrust fyrir ríkissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.