Gömlu " góðærisstjórnmálaflokkarnir " eru ónýtir við stjórnvöl landsins.

Samfylking og Vinstri Grænir hafa stimplað sig inn sem forsjárhyggjuflokka sem sitja efst i Fílabeinsturni og sjá ekki skóginn fyrir trjánum, frekar en stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði heldur hér á landi við stjórnvölinn.

Þar áður var eins konar útgáfa af " frjálshyggjukapítalisma með kommúnisku ívafi " í boði  fyrrum Sjálfstæðis og  Framsóknarforystu..manna. Módel sem gekk illa eða ekki upp hér á landi.

Frjálslyndi flokkurinn sá um það að útrýma sjálfum sér af þingi með eigin aðferðafræði.

Núverandi formaður Framsóknarflokksins er að vissu leyti ferskasti vindurinn í sölum Alþingis og það segi ég þó hann sé frændi minn, en flokkurinn hafði vit á að endurnýja forystu fyrstur flokka eftir efnhagshrunið er varð honum til tekna. Það breytir því hins vegar ekki að sögulegar staðreyndir þáttöku þessa flokks við stjórnvölinn hér vega þar á móti.

Borgarahreyfngin er óskrifað blað að hluta til en þó hefur þar verið að finna vinstri væntumþykju og málamyndaöfgagang eins og saving iceland og spurning hvort flokkurinn verji vinstri menn í stjórn til forsjárhyggjuhugmynda.

Stór hluti landsmanna er landlaus í pólítík eftir fyrstu hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar um icesavesamninga sem og skattagaleiðu þá sem landsmenn höfðu fyrr verið fastir á í góðærinu en vinstri stjórn hyggst nú auka og það í atvinnuleysi....

Stjórnmálamenn sem setið hafa á þingi í góðærinu virðast ekki átta sig á því að það sé horfið eins og loftbóla, að það er slæmt.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband