Fór allt úr böndum með Lúpínuna ?

Er ég ein um það að velta því fyrir mér hve útbreiðsla Lúpinu er mikil ?

Mér best vitanlega var þessi jurt hér hluti af tilraunastarfssemi varðandi það að hefta uppblástur á landssvæðum hér á landi, en útbreiðsla hennar út um allt nú um stundir er varla hluti af því rannsóknarverkefni.

Sé það rétt að jurtin yfirtaki annan gróður hljóta menn að þurfa að fara að athuga eitthvað þróun mála í þessu sambandi.

Það væri til dæmis mjög fróðlegt að vita hvar menn hafa verið að sá lúpinu og hvar ekki.

Jafnframt hvort og hvernig er hægt að hafa not af þessari jurt að öðru leyti en að hefta fok.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband