Landssöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands.

Nú þessa dagana er gengið með merki í hús á vegum Fjölskylduhjálpar Íslands, til þess að safna fé í matarsjóð fyrir haust og vetur komandi.

Sjálf hefi ég starfað sem sjálfboðaliði á annað ár við úthlutun og þar leggja margir saman hönd á plóg við það að aðstoða fólk í neyð.

Breytt efnahagsástand í okkar þjóðfélagi fór ekki framhjá okkur, frekar en öðrum hjálparstofnunum, þar sem atvinnuleysi er í fyrsta sinn að heimsækja okkur af fullum þunga hér á landi.

Merkið sem er til sölu, og gengið er með í hús, er fallegt merki með áletruninni " Nýtt Ísland " sem inniheldur von um slíkt hið sama.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband