Ættfræðin og frændgarðurinn.

Það er oft skondið þegar maður allt í einu kemst að því að samferðamenn séu í eigin frændgarði ekki hvað síst í ólíkum flokkum í pólítíkinni.

Þessir tveir eru báðir frændur mínir sitt í hvora ættina mína.

496605

Sigmundur Davíð gegnum móðurættina að vestan af Ströndum og Ástþór gegnum föðurættina af Suðurlandi.

Ættfræðigrúsk er annars orðið mun auðveldara en það að liggja yfir bókum af bókasafni sökum þess að Íslendingabók hjálpar þar heldur en betur til.

Ég datt hins vegar ofan í slíkt ættfræðigrúsk eftir að foreldrar mínir kvöddu eins og sennilega á við um marga en það er mjög gaman að vita hvar saman liggja ættir hvers og eins.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband