Veðsett skip í bönkum = veðsetning óveidds fiskjar á Íslandsmiðum.
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Hér er um að ræða vægast sagt fróðlega frétt þar sem banki viðurkennir að veðtaka í óveiddum fiski er fyrir hendi þótt lögin um stjórn fiskveiða kveði á um í fyrsta lagi sameign þjóðar, og í öðru lagi, að aflaheimildir gildi eitt fiskveiðiár í senn, til úthlutunar.
" Það kemur fyrir að Landsbanki Íslands samþykkir að veita lán umfram verðmæti fiskiskips og aflahlutdeildar þess. Er þá m.a. höfð hliðsjón af tekjustreymi, fjárhagslegum styrk og öðrum atriðum sem varða lántaka. Þetta kemur fram í skriflegu svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar sem veiðiheimildir eru framseljanleg réttindi með ákveðnu markaðsverði skilgreinir bankinn þær sem verðmæti sem auka veðhæfni skipa sem þær tilheyra enda tekjustreymi útgerða að miklu leyti háð aðgangi að þeim veiðiheimildum.
Í svari bankans er staðfest að myndi hann leysa til sín veðsett skip myndu veðsettar veiðiheimildir fylgja því.
Loks var Landsbankinn spurður hvort fyrirhuguð fyrningarleið kæmi ekki til með að skaða hagsmuni bankans í þessu tilliti.
Já, segir í svari bankans, fyrningarleið myndi skerða verðmæti trygginga sem fylgja útlánasafni þar sem skip eru sett að veði. "
skyldi þurfa að breyta lögum um fiskveiðistjórn eða ef til vill að fara á laganna hljóðan.....
kv.Guðrún María.
Veiðiheimildir auka veðhæfni skipa sem þær fylgja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.