Hvers vegna skyldi þetta vera svona, svarið er hér.....

Í hinu meinta góðæri hér á landi taldist það ekki til tekna að viðhalda varnargörðum við vötn og fljót, allavega ekki á Suðurlandi, enda landsbyggðin almennt talin óhagkvæm yfir höfuð eins fáránlegt og það nú er.

Þarna var að sjálfsögðu verið að " spara aurinn en kasta krónunni " því hver heilvita maður gat sagt sér það að varnargörðum við vegi, myndi þurfa að halda við rétt eins og vegunum sjálfum.

Viðhaldið afmarkaðist hins vegar eingöngu við vegina, þar sem meðal annars var dúllast við að eyða fé í að mála útafakstursvegi af þjóðvegi 1, samkvæmt Evrópureglugerðum, meðan varnargarðar og viðhald við þá, fékk ekki krónu af fjárlögum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Markarfljót grefur undan Þórsmerkurvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband