Íslendingar munu aldrei ræða aðild að Evrópusambandi, verði Icesavesamkomulagið gilt.

Sé það svo að stjórnarflokkarnir með Samfylkingu í forsvari sem einn flokka hefur haft aðild að Esb á dagskrá, telji samninga þessa forsendu mögulegrar inngöngu, þá er ég ansi hrædd um að andstaða við inngöngu i sambandið hafi aldeilis aukist eftir að samningur þessi var á borðinu.

Samningurinn ber vott um pólítiskan undirlægjuhátt einnar þjóðar gagnvart öðrum, flóknara er það ekki, því miður. 

Samningurinn er jafnframt stórkostleg pólítisk mistök núverandi stjórnarflokka á þann veg að þeir hinir sömu ætla að viðurkenna ábyrgð annmarka frjálshyggjunnar hér sem annars staðar í Evrópu og senda þjóðinni reikninginn, í stað þess að vísa frá ábyrgð sem enginn íslenskur þegn getur borið ábyrgð á lagalega með réttu.

Landamæraleysi fjármálaumhverfis í Evrópu og það sem þar fellur utan laga og réttar hvað ábyrgð varðar skyldi að sjálfsögðu verkefni dómstóla á alþjóðlegum vettvangi til úrlausna.

Þar verða Íslendingar að standa sína pligt gagnvart Evrópusambandinu sem ríkjabandalagi, þar sem ýtrustu hagsmuna landsins skyldi gætt.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband