Um daginn og veginn.

Bjartar nætur og fuglasöngur, fallegt veður og gróandi allt um kring, er andstæða við blikur á lofti í efnahagslífi einnar þjóðar á norðurhjara veraldar.

Og ekki er það í fyrsta skiptið sem okkur Íslendingum höndlast illa að halda á málum hjá okkar fámennu þjóð, en ögn meira nú í tölum talið en áður, þótt teknar séu flestar gengisfellingar á árum áður.

Klíkubandalög stjórnmálaflokkanna, hafa árin öll smalað í sín fjárhús hér og þar með tilheyrandi flokksræðisþjóðfélagi og lýðræðisleysi þar að lútandi, þar sem hinum rauða dregli er rúllað fyrir leiðtogana hverju sinni og allir knékrjúpa hafandi meðtekið hitt heilaga orð.

Hvorki flokkarnir né heldur verkalýðsfélög í landinu hafa verið þess umkomin að þróa lýðræðisvitund meðal þjóðarinnar þar sem almenningur er virkur þáttakandi í ferli ákvarðana.

Ég ætlaði hins vegar ekki að röfla um pólítik því hin bjarta sumarnótt og fuglasöngur er eitthvað sem ég sannarlega nærist á nú um stundir,  eins og ár hvert á þessum tíma.

Sú sálarnæring endist nefnilega inn í næsta vetur.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband