Í friði og sátt, við hefjum flugið hátt.

Friður á jörð er háleitt hugtak , en við sjálf getum vissulega lagt okkar af mörkum til að áskapa frið meðal manna. Fyrst erum það við sjálf og nánasta umhverfi okkar svo það sem lýtur að umgjörðinni um umhverfið og veröldinni sem við lifum í . " Sjálft hugvitið, þekkingin , hjaðnar sem blekking, ef hjarta er ei með sem undir slær " sagði skáldið og eru orð að sönnu því kærleikur og virðing er forsenda vitrænnar ákvarðanatöku . Forsenda kærleiks og virðingar eru heilindi og notkun sannleikans skiptir þar meginmáli. Fjölmörgum framfaramálum má þoka í þágu vors samfélags ef þetta er veganestið meðferðis millum manna , og millum flokka sem starfa í þágu almennings í landinu og fá kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga.

Því fyrr sem gagnkvæm virðing mun ríkja millum afla í íslenskum stjórnmálum því betra fyrir eitt stykki samfélag.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta jólakveðju

Ólafur fannberg, 13.12.2006 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband