Hvað var efst í huga í október 1995 ?
Sunnudagur, 14. júní 2009
Fimmtudaginn 19. október, 1995 - Velvakandi
Er þjóðin í fjötrum hægri og vinstri forræðishyggju?
Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hagfræði í samfélagi manna.
Er þjóðin í fjötrum hægri og vinstri
forræðishyggju?
Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hagfræði í samfélagi manna. Núllþráhyggjan í ríkisbúskapnum nær ekki nokkurri átt. Spara aurinn en kasta krónunni. Hefði nokkrum lifandi manni dottið í hug fyrir nokkrum áratugum að loka sjúkrahúsum, þegar fólk þyrfti nauðsynlega á þjónustunni að halda. Nei, það held ég ekki, en hagfræðin sem ekki kann að tala, spyr ekki fólk, aðeins tölur. Nákvæmlega það sama virðist uppi á tengingnum hjá ráðamönnum Reykjavíkurborgar. Hækkun strætisvagnafargjalda er vart til þess fallin að auka fjölda farþega. Þó er hækkunin mest hjá þeim sem hafa ekki bílpróf ennþá og þeim sem hættir eru að keyra bíl. Vinstri forræðishyggja á ferð í strætó að þessu sinni. Ef spurt er um svör, dettur sama gamla platan á fóninn, "Allt fyrri meirihluta að kenna".
Taka þarf upp nýja búskaparhætti
Alls staðar svamla menn í sama núllpyttinum. Lausnir í landbúnaðarmálum, jú búa til sauðfjárverksmiðjur, þar sem það virðist hafa steingleymst að taka með í reikninginn að lífræn ræktun afurða sem og hófleg nýting lands, er eitt af því sem kann að bjarga jarðkringlunni. Ekki eitt orð um lífræna ræktun í fréttum að minnsta kosti í tengslum við gerð búvörusamnings. Kannski eiga saufjárforstjórar að bregða sér í hlutverk "Súpermanns" og stunda ræktun samkvæmt kenningum Rudolfs Steiner. Hugmyndafræði hans er í raun, að miklum hluta til sá búskapur sem tíðkaðist á Íslandi fram á sjötta áratuginn og elstu bændur þekkja og kunna. Fyrir tíma forræðishyggjuráðunauta, sem réðu ferð og takið eftir hvatningu um aukið framleiðslumagn, ár eftir ár. Þessir sömu postular sitja nú og segja fátt á tímum þrenginga, þegar ráðist er á bændastéttina í heild sem afætur samfélagsins og hvaðeina. Það á að ryðja elstu bændunum út svo þeir nái ekki að skila lífsstarfi sínu í hendur afkomendanna. Eftir ca. áratug þarf svo að stokka upp á nýtt, þegar verksmiðjukjöt verður ekki lengur það sem fólk vill kaupa.
Hvenær opnast augu fólks?
Sauðkindin gerir lítið annað en að viðhalda því umhverfi sem hún hrærist í, og græða landið frekar en að eyða því, en það byggist á því að takmarka fjölda á hverja spildu lands. Nákvæmlega það sama á við um hross og nautgripi. Hér sem annars staðar virðast menn því hlaupa eftir hagfræðinni mállausu úr gluggalausa stöðugleikakofanum. Hvenær í ósköounum ætla menn að opna augun fyrir því sem er að gerast í kring um okkur og taka mið af því? Hvaða landbúnaðarráðherra var það nú aftur sem hvatti bændur af stað í fiskeldi og loðdýrarækt í stórum stíl á sínum tíma? Hvað skyldi sá góði maður vera að gera í dag?
Verður hið fámenna lögreglulið landsmanna brátt upptekið við sjóróðra allt í kring um landið? Kannski verður hægt að semja við bófana um að fara í verkfall á meðan. Kannski getur slökkviliðið hlaupa í skarðið. Ekki gott að segja. Kannski sameinast ríkisstjórnarflokkarnir í einn flokk og til sögunnar kæmi Framstæði sjálfssóknarflokkurinn. Ef til vill myndu þá tínast úr hópnum þeir sem enn meta manngildið ofar auðgildi og ná því að eygja skóginn fyrir trjánum.
Virðingarfyllst,
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Látraströnd 5, Seltjarnarnesi.
forræðishyggju?
Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hagfræði í samfélagi manna. Núllþráhyggjan í ríkisbúskapnum nær ekki nokkurri átt. Spara aurinn en kasta krónunni. Hefði nokkrum lifandi manni dottið í hug fyrir nokkrum áratugum að loka sjúkrahúsum, þegar fólk þyrfti nauðsynlega á þjónustunni að halda. Nei, það held ég ekki, en hagfræðin sem ekki kann að tala, spyr ekki fólk, aðeins tölur. Nákvæmlega það sama virðist uppi á tengingnum hjá ráðamönnum Reykjavíkurborgar. Hækkun strætisvagnafargjalda er vart til þess fallin að auka fjölda farþega. Þó er hækkunin mest hjá þeim sem hafa ekki bílpróf ennþá og þeim sem hættir eru að keyra bíl. Vinstri forræðishyggja á ferð í strætó að þessu sinni. Ef spurt er um svör, dettur sama gamla platan á fóninn, "Allt fyrri meirihluta að kenna".
Taka þarf upp nýja búskaparhætti
Alls staðar svamla menn í sama núllpyttinum. Lausnir í landbúnaðarmálum, jú búa til sauðfjárverksmiðjur, þar sem það virðist hafa steingleymst að taka með í reikninginn að lífræn ræktun afurða sem og hófleg nýting lands, er eitt af því sem kann að bjarga jarðkringlunni. Ekki eitt orð um lífræna ræktun í fréttum að minnsta kosti í tengslum við gerð búvörusamnings. Kannski eiga saufjárforstjórar að bregða sér í hlutverk "Súpermanns" og stunda ræktun samkvæmt kenningum Rudolfs Steiner. Hugmyndafræði hans er í raun, að miklum hluta til sá búskapur sem tíðkaðist á Íslandi fram á sjötta áratuginn og elstu bændur þekkja og kunna. Fyrir tíma forræðishyggjuráðunauta, sem réðu ferð og takið eftir hvatningu um aukið framleiðslumagn, ár eftir ár. Þessir sömu postular sitja nú og segja fátt á tímum þrenginga, þegar ráðist er á bændastéttina í heild sem afætur samfélagsins og hvaðeina. Það á að ryðja elstu bændunum út svo þeir nái ekki að skila lífsstarfi sínu í hendur afkomendanna. Eftir ca. áratug þarf svo að stokka upp á nýtt, þegar verksmiðjukjöt verður ekki lengur það sem fólk vill kaupa.
Hvenær opnast augu fólks?
Sauðkindin gerir lítið annað en að viðhalda því umhverfi sem hún hrærist í, og græða landið frekar en að eyða því, en það byggist á því að takmarka fjölda á hverja spildu lands. Nákvæmlega það sama á við um hross og nautgripi. Hér sem annars staðar virðast menn því hlaupa eftir hagfræðinni mállausu úr gluggalausa stöðugleikakofanum. Hvenær í ósköounum ætla menn að opna augun fyrir því sem er að gerast í kring um okkur og taka mið af því? Hvaða landbúnaðarráðherra var það nú aftur sem hvatti bændur af stað í fiskeldi og loðdýrarækt í stórum stíl á sínum tíma? Hvað skyldi sá góði maður vera að gera í dag?
Verður hið fámenna lögreglulið landsmanna brátt upptekið við sjóróðra allt í kring um landið? Kannski verður hægt að semja við bófana um að fara í verkfall á meðan. Kannski getur slökkviliðið hlaupa í skarðið. Ekki gott að segja. Kannski sameinast ríkisstjórnarflokkarnir í einn flokk og til sögunnar kæmi Framstæði sjálfssóknarflokkurinn. Ef til vill myndu þá tínast úr hópnum þeir sem enn meta manngildið ofar auðgildi og ná því að eygja skóginn fyrir trjánum.
Virðingarfyllst,
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Látraströnd 5, Seltjarnarnesi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.