Mun eitt þjóðfélag verða þess umkomið að endurnýja gildismatið ?
Laugardagur, 13. júní 2009
Áður en bankarnir hrundu og hið meinta góðæri ríkti, var orðin til alvarleg stéttskipting í einu þjóðfélagi, þar sem himinn og haf aðskildi þjóðfélagshópa hvað tekjur varðar.
Tilfærsla auðs í einu samfélagi undir formerkjum frjálshyggju hafði alvarlega annmarka sem var skipulagið og eftirlitsleysið.
Lögleiðing frjáls framsals í sjávarútvegi, jafngilti peningaprentun og raskaði all mörgum efnahagslegum forsendum, ekki hvað síst vegna þess að fyrirtækin skiluðu ekki skattainnkomu í réttu samræmi við tilætlaðar forsendur breytinga þessara. Þess vegna var ekki hægt að lækka tekjuskattsprósentu á launamenn á almennum vinnumarkaði að mínu mati.
Skipulagið í þessari atvinnugrein setti Ísland á annan endann þar sem landsbyggðin var að hluta til afskrifuð atvinnulega, en ofþensla á Reykjanesskaganum fór úr böndum i staðinn, þar sem menn sitja nú uppi með ofþensluna og offjárfestingaæðið.
Allt afar þjóðhagslega óhagkvæm þróun á svo stuttum tima í einu landi, þar sem nýbyggð mannvirki í eigu hins opinbera og einstaklinga varð að engu um allt land, og fólk á landsbyggðinni fjötrað i atvnnuleysi með verðlaust eignarhúsnæði.
Ef læra á af reynslunni og endurmeta þarf vissulega að skoða aðferðafræðina við skipulag kerfa þeirra sem maðurinn hefur komið á fót í einu þjóðfélagi, hvort sem um er að ræða kvótakerfið eða heilbrigðiskerfið, menntakerfið eða félagsþjónustu, svo ekki sé minnst á landbúnað í landinu.
Endurnýjað gildismat mun vonandi fylgja í kjölfar þeirra efnahagslegu hremminga sem við nú stöndum frammi fyrir en það gildismat er okkar hvers og eins.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.