Þegar forsendur málanna fljúga til hæða...

Hvers vegna skyldi það vera að svo seint og illa gangi að komast að niðurstöðum um hin ýmsu mál sem taka þarf ákvarðanir af hálfu sitjandi stjórnmálamanna ?

Mín skoðun er sú að ákveðin tegund af miðjumoði hafi einkennt stjórnmálin á síðari tímum þar sem enginn þorir að taka af skarið og hvers konar niðurstöður ákvarðanatöku einkennast af miðjumioði skoðana allra, án afgerandi þátta um hin ýmsu mál.

Tilhneiging til þess að reyna að gera öllum til hæfis með því móti, að sleppa því hreinlega að kveða af eða á um einstök mál, hefur þýtt doða á stjórnmálasviðinu almennt og að hluta til algeran vandræðagang til þess þoka málum áfram.

Yfirlit yfir ósköp álíka stefnuskrár stjórnmálaflokka eru gott dæmi um þetta miðjumoð.

Afskaplega léleg þekking manna á fundarstjórn almennt, varðandi það atriði að leiða mál til lykta með lýðræðislegum aðferðum þar að lútandi hefur eins og áður sagði þýtt, oftar en ekki útþynntar niðurstöður í málum eða engar.

Þar með hafa menn sloppið við það að taka ákvörðun um eitthvað af eða á og firrt sig ábyrgð af slíku.

Sífellt loðnari lagasmíð hefur velt ákvarðanatöku um ýmislegt yfir á hendur dómsstóla í landinu.

Svo koma stjórnmálamenn ef til vill og skammast yfir ákvörðunum dómsstólanna síðar.

Í upphafi skyldi endir skoða og stjórnarfar má sannarlega færa til betri vegar með skilvirkari ákvarðanatöku,

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband