" Að standa með stolti og segja, mitt starf er mín hugsjón í dag....

Ég vinna vil landi af viti og dáð, með verkunum auka þess hag... "

Börnin eru framtíðin, þau munu erfa landið, og sökum þess er það afar ánægjulegur viðburður ár hvert fyrir mig sem starfsmann í grunnskóla að horfa á ungmenni á leið út í lífið að lokinni skólagöngu.

Ég veit að þetta unga fólk mun gera betur en við nokkurn tímann höfum gert til framtíðar litið því þau hafa fylgst með okkur kynslóðinni sem höfum ríkt um tíma.

Þau vita miklu meira en við, um flest allt því þau eru kynslóðin sem hefur tileinkað sér upplýsingasamfélagið og veit ágæti þess og annmarka.

Ég óska öllum íslenskum grunnskólanemendum til hamingju með áfangann og alls hins besta á leið út í lífið, til mennta og starfa.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband