Gamla flokkakerfið er fast í kviksyndi eigin aðferðafræði.

Alls konar samtryggingabandalög þverpólítiskt um það að viðhalda því sama og verið hefur er vandi sem aðskilur almenning og alþingismenn.

Sambandsleysi almennings og alþingis hefur með flokkana að gera sem ekki eru að bera kjósendum mál þingsins á borð eins oft og vera skyldi, um mál öll.

Meira og minna hafa störf Alþingis einkennst af því að stjórnarflokkar tala í suður og stjórnarandstaða í norður með einstaka undantekningum.

Stjórnarandstöðustjórnmálaflokkar hafa ekki virkjað almenning með sér í andstöðu við nokkur einustu mál heldur talið sig handhafa sannleikans hvarvetna sjálfa í því efni, án funda með fólkinu.

Hugmyndin um það að þróa beint lýðræði er því sannarlega þróun fram á veg, varðandi það atriði að almenningur fái að segja sitt um ráðstafanir hvers konar áður en til dæmis " hagsmunaaðilar " og samtök þeirra sem ekki viðhafa nokkuð skárra lýðræði koma að málum og samþykkja hitt og þetta fyrr hönd svo og svo margra hér og þar.

Hagsmunasamtök sem eru engu skárri en flokkarnir varðandi það að funda með félagsmönnum til fulltingis sinna ákvarðana.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband