Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar á villigötum.

Skattlagning á áfengi, tóbak og bensín til innkomu í ríkissjóð, þegar til staðar er stórkostleg tekjuskattsálagning , ásamt virðisaukaskatti á vöru og þjónustu , er afar óviturleg aðferð þegar atvinnuleysi er til staðar í magni í einu þjóðfélagi.

Halda mætti að menn héldu að " peningar vaxi á trjánum "  og skattgreiðendur séu þess umkomnir að vinna launalaust við að borga skatta.

Fyrstu aðgerðir í fjármálum skyldu fyrst hafa birst með samdrætti í formi niðurskurðar þjónustu hins opinbera áður en hækkanir skatta kæmu til sögu, eðli máls samkvæmt en það var ekki raunin.

Samfylking og VG hafa því vægast sagt misstigið sig í forgangsröðun mála ekki síst í ljósi þess hvað þessir tveir flokkar hafa gefið sig út fyrir að vilja viðhafa til breytinga hvað varðar jöfnuð sem og framtíðarþjóðarhag í heild.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ef það má ekki hækka skatta þarna,hvar þá frænka ?

þorvaldur Hermannsson, 5.6.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þorvaldur.

Það þarf að sameina ráðuneyti um tíma og það hefði átt að birtast strax hjá þessari stjórn, jafnframt þarf að taka til í opinberri umsýslu hvers konar þar sem skera þarf niður ofan frá.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.6.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband