Andvaraleysið gagnvart alþýðu manna.
Mánudagur, 1. júní 2009
Við höfum horft upp á það Íslendingar að stéttarfélög hafa ekki verið þess umkomin að standa vörð um hagsmuni launamanna á vinnumarkaði og gildir það sama um faglærða og ófaglærða, skammtímahagsmunir fyrirtækja hafa drottnað og dýrkað.
Af slíku er komið nóg, og ef stjórnvöld hér á landi ætla áfram að dansa með óbreyttri skipan verkalýðshreyfingar þessa lands þar sem lífeyrissjóðir sem fjárfestar sitja hinum megin borðsins í samningagerð, með lögbundnum iðgjöldum launþegans, þá er illa komið.
Hagsmunir launþegans eru þeir að lifa af sinum launum, burtséð frá því hvaða stjórnvöld sitja við valdatauma, og þá hina sömu hagsmuni telur launþegi sig vera að greiða með félagsgjöldum í sitt stéttarfélag.
Að stéttarfélagið skipi menn að sjáfldæmi í stjórnir lífreyrissjóða er fjárfesta í atvinnurekstri. er afdalalýðræði sem koma þarf út úr korti hið fyrsta en það er orsök þess að mínu mati að hagsmunirnir eru farnir að vega salt þ.e betra að semja um lægri laun svo fjárfestingar lífeyrissjóðanna skili sér og hægt sé að viðhalda miðstýringarbatteríí verkalýðshreyfingarinnar.
Ef einhver eðlileg hagsmunavarsla gagnvart launþegum hefði verið i gangi hefði verkalýðshreyfingin mótmælt frjálsu flæði vinnuafls millum landa til varnar eigin þjóðfélagi hvað launalækkun hins almenna manns varðar, innflytjenda jafnt sem þeirra sem fyrir voru en það var auðvitað ekki gert.
Hrun i okkar þjóðfélagi nú, þarf að taka fallið af því andvaraleysi sem þarna hefur verið fyrir hendi og þolendur eru verkafólk hvarvetna úr Evrópu.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.