Mikilvægi grunnþjónustuþátta í einu samfélagi þarf að hefja til vegs og virðingar.
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Í hinu meinta góðæri hér á landi fékkst ekki fólk til starfa við uppeldi barna og grunnmenntun enda launin hvað lægst þar sem verðmætamatið fékk áhorf á skammtímasjónarmið í stað langtíma hugsunar.
Sjálf hefi ég starfað sem skólaliði í áratug og starfa enn, og þau laun sem þar eru í boði gera lítið til að hækka meðaltalslaunaskallan í einu samfélagi. Því miður hefur sama mátt segja um samstarfsstéttina kennara sem bera hita og þunga af ábyrgð starfannna gagnvart einu samfélagi.
Eigi að síður er grunnmenntun barna lykill að öllu því sem á eftir kemur hvarvetna.
Sama máli gegnir um þjónustu við heilbrigði þar sem heimilslækningar hafa orðið einhvers konar afgangsstærð á sviði lækninga í einu landi, á fjölmennustu svæðum, en þar er ódýrasta þjónusta við heilbrigði eigi að síður.
Ég hefi í mörg ár rætt um það að gott væri að skilgreina þjónustustig hvers konar af hálfu hins opinbera en flest annað hefur verið skilgreint en þjónustustigið enda kemur það að fjármagni sem kjörnir fulltrúar flokkanna taka ákvarðanir um hverju sinni, með mismunandi hætti ef til vill.
Skattgreiðendur eiga rétt á því að þjónustustig sé hið sama þegar kemur að opinberri þjónustu, alls staðar á landinu, svo ekki sé minnst á það atriði að stjórnmálamenn séu þess umkomnir að taka ákvarðanir um að standa vörð um þjónustu sem á öllum timum gegnum ár þarf að standa vörð um.
Langtímahugsunar er þörf.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitta fyrir mig.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.5.2009 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.