Mikilvćgi grunnţjónustuţátta í einu samfélagi ţarf ađ hefja til vegs og virđingar.
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Í hinu meinta góđćri hér á landi fékkst ekki fólk til starfa viđ uppeldi barna og grunnmenntun enda launin hvađ lćgst ţar sem verđmćtamatiđ fékk áhorf á skammtímasjónarmiđ í stađ langtíma hugsunar.
Sjálf hefi ég starfađ sem skólaliđi í áratug og starfa enn, og ţau laun sem ţar eru í bođi gera lítiđ til ađ hćkka međaltalslaunaskallan í einu samfélagi. Ţví miđur hefur sama mátt segja um samstarfsstéttina kennara sem bera hita og ţunga af ábyrgđ starfannna gagnvart einu samfélagi.
Eigi ađ síđur er grunnmenntun barna lykill ađ öllu ţví sem á eftir kemur hvarvetna.
Sama máli gegnir um ţjónustu viđ heilbrigđi ţar sem heimilslćkningar hafa orđiđ einhvers konar afgangsstćrđ á sviđi lćkninga í einu landi, á fjölmennustu svćđum, en ţar er ódýrasta ţjónusta viđ heilbrigđi eigi ađ síđur.
Ég hefi í mörg ár rćtt um ţađ ađ gott vćri ađ skilgreina ţjónustustig hvers konar af hálfu hins opinbera en flest annađ hefur veriđ skilgreint en ţjónustustigiđ enda kemur ţađ ađ fjármagni sem kjörnir fulltrúar flokkanna taka ákvarđanir um hverju sinni, međ mismunandi hćtti ef til vill.
Skattgreiđendur eiga rétt á ţví ađ ţjónustustig sé hiđ sama ţegar kemur ađ opinberri ţjónustu, alls stađar á landinu, svo ekki sé minnst á ţađ atriđi ađ stjórnmálamenn séu ţess umkomnir ađ taka ákvarđanir um ađ standa vörđ um ţjónustu sem á öllum timum gegnum ár ţarf ađ standa vörđ um.
Langtímahugsunar er ţörf.
kv.Guđrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitta fyrir mig.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 29.5.2009 kl. 01:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.