Kerfi sjávarútvegs þarf að skipta í tvennt, umhverfismarkmið annars vegar og núverandi kerfi hins vegar .

Ef við Íslendingar ætlum að skapa okkur sérstöðu á mörkuðum í komandi framtíð, varðandi sjávarafurðir og sölu þeirra þá verðum við að veiða fisk í sátt við móður náttúru, hvað varðar gerð veiðarfæra, umgengni um lifríki sjávar, heildarfiskiskipastól, og vinnu einnar þjóðar að því hinu sama sem heitir sjálfbærni og telur í störfum og útdeilingu þeirra.

Það er algjörlega óþarft að viðhalda endalausu rifrildi um hvernig eigi að innkalla kvóta eða hvernig skuli bjóða upp heimildir, bla bla bla.... við munum veiða fisk áfram og arðsemin felst í þvi að skapa sér sérstöðu meðal þjóða í því efni að virða móður náttúru og lífríki sjávar sem aftur gefur til baka i réttu samhengi.

Núverandi kerfi þarf því að skipta í tvennt þar sem hafist er handa við að aðlaga kerfið að því sem hér hefur verið nefnt, en þar myndu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi þurfa að undirganga mat á umhverfisáhrifum á lífríki sjávar hvað varðar veiðiálag og ákvarðanir og skipan mála öll yrði í samræmi við það hið sama mat.

Það mun fljótlega skila þjóðarbúi voru meiri tekjum en hinn helmingur kerfisins innihéldi.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband