Við breytum því sem breyta þarf, með bjartsýni í farteskinu.

Okkur Íslendingum dugar það litt að eyða tíma og orku í endalaust svartagallsraus, sökum þess að ástandið batnar ekki nokkurn skapaðan hlut við það.

Okkar kjörnu fulltrúar þurfa hins vegar aðhald á hverjum tíma hvort sem þeir hinir sömu eru til hægri eða vinstri, og það aðhald eigum við að vera þess umkomin að veita.

Það aðhald á að vera stöðugt en ekki bóla þegar eitt þjóðfélag hefur farið á hausinn, að þá fyrst rísi almenningur upp og láti í sér heyra, en ekki fyrr.

Atvinnuvegirnir hvoru tveggja verða og þurfa að skila arði til samfélagsins, ásamt réttlátri skattöku launþega af vinnu. Þar þarf að ríkja ákveðið jafnræði skattalega.

Hvers konar mismunun þarf að breyta og laga, og auðvitað er það hægt.

Við þurfum ekki að ganga í ríkjabandalag Evrópu til þess að breyta hér innanlands, við gerum það sjálf.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband