Stjórnmálaútskýringar Spaugstofunnar eru snilld.

Það er sjaldan að maður nú orðið taki bakföll af hlátri en það gerði ég nú í kvöld við sýningu Spaugstofunnar á " Frjálslynda hliðinu " og ég held að raunsannari frásögn finnist varla af ágreiningsefnum okkar Frjálslyndra í raun. Lokaatriðið var einnig afar áhrifamikið þar sem kveðið var, " Nú kveður við hápólitískur hvellur " kvæðið er búið , tjaldið fellur " ......  Hvaða tjald skyldi annars falla ef maður veltir þvi fyrir sér , jú ríkisstjórnin er fallin ef Frjálslyndir halda áfram á þeirri siglingu sem nýleg fylgiskönnun 13 % ber vitni um. Það eitt veldur aftur stórkostlegri hræðslupóltík af hálfu núverandi kjötkatlahandhafa sem svo sem má sjá í hinum ýmsu birtingamyndum hér og þar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband