Hér er dæmi um Nýtt Ísland, hinna ónýttu tækifæra.

Ég vona sannarlega að þessi tilraun muni skila góðum árangri og mér er það einstakt fagnaðarefni að sú hin sama tilraun skuli einmitt eiga sér stað í gömlu sveitinni minni undir Eyjafjöllum, þar sem fyrst grænkar á vorin.

Frumkvöðlastarf og rannsóknir skyldi aldrei vanmetið og hverjum hefði dottið í hug að við Íslendingar ættum eftir að fá að borða brauð úr íslensku hveiti af íslenskum kornökrum, hvað þá flatkökur úr íslensku byggi.

RIMG0006.JPG

 

Það er nú eigi að síður raunin og því ber að þakka allt frumkvöðlastarf í því efni.

Það atriði að geta hugsanlega verið sjálfbær í notkun tækja og tóla til fiskveiða í komandi framtíð er ekki lítið fagnaðarefni, og ég vona að sú verði raunin.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Repja framtíðareldsneyti fiskiskipaflotans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband