HVER, gaf mönnum leyfi til þess að eignfæra kvóta ?

Eiríkur Stefánsson var í Silfri Egils í dag og sagði það sem segja þarf um kvótakverfi sjávarútvegs, eins og hans er von og venja.

Hann nefndi meðal annars það atriði að fyrirtæki í sjávarútvegi hefðu eignfært kvóta, sem aftur gangi gegn fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða þar sem segir að, nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar.

Mjög gott atriði að skoða í þessu sambandi, menn ættu sannarlega að svara því,

HVER gaf mönnum leyfi til þess að eignfæra kvóta ?

Datt endurskoðunarfyrirtækjunum það í hug ?

Voru það bankamenn sem hófu leikinn með því að taka óveiddan fisk gildan sem veð ?

Það fór ekki framhjá neinum að hér risu glerhallir endurskoðendafyritækja á suðvesturhorninu, í hinu meinta góðæri.  Hver er þeirra ábyrgð ?

Hver er ábyrgð bankamanna ?

Hvaða stjórnmálamenn sátu hljóðir og horfðu á þessa þróun mála ?

 

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband