Sunnudagspistill.

Það var varla bíll á ferð um götur bæjarins í gærkveldi, enda söngvakeppni Eurovision í sjónvarpi.

Sjálf þurfti ég að skreppa milli bæjarhluta meðan á þessu stóð til þess að skutla syni mínum og ég gat ekki orða bundist að segja honum frá því sem föður mínum  heitnum, hafði  oft, orðið tíðrætt um varðandi það atriði þegar sagan um Bör Börson var lesin upp í útvarpi um árið, en þá tæmdust göturnar.

Ég var nú komin á fullorðinsár þegar ég loksins las þessa frægu sögu um Bör Börson, junior, sem sannarlega var þess virði að lesa, því húmor er eitthvað sem aldrei er nógu mikið af.

Hef oft velt því fyrir mér hve mjög okkur skortir húmorframleiðslu og vinsældir Spaugstofunnar ef til vill ekki skrýtnar í því sambandi. 

Jafnframt er karakterinn Georg Bjarnfreðarson einnig einstakt eintak af kaldhæðnislegum húmor sem landinn elskar ásamt öllum hans félögum.

Það er nefnilega ekkert lítið atriði heilsufarslega að geta hlegið að einhverju og helst sem flestu því það eykur endorfínframleiðslu líkamans og álítamál hvort Lýðheilsustöð ætti ekki að taka það til skoðunar.

Rétt eins og veðrið er skin og skúrir , rok og logn , þá þarf hið sama að gilda varðandi alvöru og grín í okkar daglega vafstri, okkur til góða.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband