Smásaga úr heilbrigðiskerfinu íslenska.
Laugardagur, 16. maí 2009
Það er svo sem ekki í frásögur færandi að einhver þurfi að taka lyf við of háum blóðþrýstingi, en það á við um mig, og lyfið sem mér er ávísað heitir Hydramil mite.
Fyrir nákvæmlega viku síðan fór ég í apótek að sækja lyf þetta, en viti menn, kemur þá ekki í ljós að lyfið er EKKI til í landinu. Ég hváði, satt best að segja því enginn hafði látið mig vita að lyf sem mér væri ávísað af mínum lækni væri ekki til, fyrr en ég rek mig á það í apótekinu.... kl, að ganga sex á föstudegi og ekki hægt að ná í sinn heimilislækni.
Lyfjafræðingurinn í apótekinu var ekkert nema elskulegheitin, en tjáði mér að það sem hægt væri að bjóða upp á væri tvenns konar lyf sem væru innihaldsefni í lyfinu sem þyrfti þó að brjóta í sundur í einingar, miklum mun dýrara, en að öðrum kosti væri ráð að tala við lækni um hvort mögulegt væri að vera án lyfjanna þar til þau kæmu aftur að tveimur vikum liðnum. Blóðþrýstingsmæling hvern dag væri ráðleg.
Næsta dag ræddi ég við læknavaktina þar sem ég fékk ráð þess efnis að reyna að vera án lyfjanna þar til þau kæmu með mælingum á þrýstingi.
Nú um miðja vikuna fór blóðþrýstingurinn að hækka og ég þurfti að fara heim úr vinnu fyrr en ella til þess að leggja mig á fimmtudaginn.
Fór samt aftur í vinnu í morgun og náði í heimilislækninn sem þá gat tjáð mér að lyf væri komið með sömu efnun, en ég sagði honum að ekki væri um sama lyf að ræða heldur dýrara lyf, sem ég frétti þegar ég fór í mælingu í apótekinu i gær.
Hann ráðlagði mér að taka þetta dýrara lyf, sem myndi virka fyrir mig með sams konar móti. Ég fór í apótekið í kaffitímanum og lét mæla mig og enn hafði ástand versnað, en ég hafði þá læknisráð um að fá þetta lyf sem þar var komið, en þurfti að fara heim úr vinnunni aftur í dag vegna þessa.
Ég ræddi við minn lækni um hvað mér fannst um þetta í morgun.
Í fyrsta lagi , ef ávísuð lyf af hálfu lækna til sjúklinga eru EKKI TIL, þá á lyfjafyrirtækið að hafa samband við lækninn og læknirinn að hafa samband við sjúklinginn til þess að láta vita af slíku og ráðleggja.
Sjúklingurinn á EKKI að komast að þessu í apótekinu.
Í öðru lagi, eiga heilbrigðisyfirvöld, s.s Lyfjastofnun eða Landlæknir að senda frá sér tilkynningar þegar handhafi lyfsöluleyfis getur ekki uppfyllt samninga um þjónustu er varðar sjúklinga, til lækna ellegar opinberlega ef eitthvað sérstakt verður til þess að ekki er hægt að uppfylla hlutverk sem slíkt.
Sjúklingur/ skattgreiðandi á EKKI að greiða mismun kostnaðar varðandi það lyf sem honum er ávísað, ef lyf sem fyrirtækið skaffar í staðinn kostar meira, hvað sem það heitir ellegar hver framleiðir það.......
( í þessu tilviki gerði ég það, vegna þess að annað gat ógnað minni heilsu )
Í þriðja lagi. Lyfjafyrirtæki eiga að standa við gerða saminga til handa hinu opinbera, en auðvitað geta komið upp óhöpp, en þá á það að lúta tilkynningaskyldu til allra hlutaðeigandi eins og áður sagði.
Það er mjög mikilvægt að við látum ekki bjóða okkur slíka þjónustu, í kerfi sem lúta skal gæðastöðlum um slíkt hér á landi.
Í ljósi þess er þessi mín frásögn sett hér fram.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.