Umfang hins opinbera allt of mikið, hjá einni þjóð.

Stjórnvöldum hefur ekki tekist undanfarna áratugi að færa verkefni frá hinu opinbera til einstaklinga landinu svo neinu nemi, en heilbrigðiskerfið sem og menntarkerfið eru dæmi um verkþætti sem gjörsamlega ómögulegt hefur verið breyta nokkrum sköpuðum hlut í þessu efni.

Nú þegar fjármálastarfssemi er aftur komin fangið á hinu opinbera þá hlýtur ríkari skylda að liggja hjá stjórnmálamönnum að færa verkefni hins opinbera í hendur einstaklinga svo fremi sem menn hyggjast byggja upp frjálst samfélag þar sem samkeppni fær þrifist.

Hvers konar tilraunir til þess að bjóða út verkþætti hinnar opinberu þjónustu hafa því miður verið klaufalegar ekki hvað síst vegna þess að nauðsynlegt eftirlit skorti með framkvæmd mála sem og skilyrðum í upphafi.

Gömlu atvinnuvegirnir sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið settir undir formúlur rússnesks verksmiðjubúskapar sem eigna átti markaðsfrjálshyggju sem misreiknaði sig.

Samkeppni hins frjálsa markaðar í verslun og viðskiptum varð að einokun vegna skilyrða og eftirlitsleysis stjórnvalda sjálfra í upphafi.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvað vinstri stjórn gerir varðandi þróun mála í einu þjóðfélagi.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband