Ríkisstjórn með valdaafsal þjóðarinnar á stefnuskrá, verður ekki langlíf við stjórnvölinn.

Það er svo sem ekki skrítið að maður skuli margsinnis hafa lýst eftir stefnu Samfylkingar á þjóðmálum undanfarin ár því þar hefur enga stefnu verið að hafa í mörgum mikilvægum málum, því miður og flokkurinn að virðist með það eitt markmið að þurfa ekki sjálfur að taka ákvarðanir heldur verði þær sóttar til Brussel.

Það hefur nú komið á daginn.

VG, hefur nú orðið uppvís að ótrúlegum loddarahætti varðandi stefnumál fyrir kosningar og sölu sannfæringar fyrir stóla í ríkisstjórn að sjá má, varðandi aðild að Evrópusambandi, dúlluverkefni samstarfsflokksins.

Flokkar þessir hafa sameinast um það sem fyrsta verkefni að setja þjóðina í deilur um Esb, meðan nákvæmlega ekki neitt, hefur verið að gert í því efni að koma gangverki eins þjóðfélags á fæturnar eftir margra ára hagstjórnarmistök og hrun.

Að sjá ekki gegnum það atriði að fresta fyrirtöku þessa deilumáls, í ljósi þess að eygja sýn á annað ofar því hinu sama er og verður ábyrgðarleysi þar sem flokkshagsmunir eru settir ofar öðru líkt og verið hefur reyndin allt of lengi hér á landi öllum hlutaðeigandi til lítils sóma.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband