Mun stjórnarandstaðan taka þátt í einhverjum ólýðræðislegasta loddaraleik sem um getur ?

Að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu í þingsályktunartöllögu frá Alþingi er vanvirðing við þjóðina að mínu viti og algjör kosningasvik VG við sína kjósendur.

Nú reynir á Sigmund Davíð, Bjarna og Birgittu, hvort þau hin sömu telja þetta lýðræðislega boðlegan farveg máls er varðar fjöregg þjóðarinnar sjálfstæðið um eigin ákvarðanatöku.

kv.Guðrún María. 


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bwahhahahahaahahahahaa - er frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar nú orðinn andsnúinn lýðræðinu! Hvílík hræsni.

VG hefur einn flokka EKKI svikið sína kjósendur en vittu til það verður fjöldi Sjálfstæðismanna sem veitir þessu frumvarpi framgang.

Þór Jóhannesson, 11.5.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þór.

VG setti fram þau sín sin sjónarmið að hafa ekki aðild að ESB á dagskrá fyrir kosningar en samþykkir síðan að þingsályktunartillaga frá Alþingi skuli verða forsenda ríkisstjórnarþáttöku.........

Þvílík og önnur eins afbökun á eigin sannfæringu eins flokks fyrir og eftir kosningar er vandfundin og hefi ég þó margt séð í því efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.5.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú ert föst í flokksræðishugarganginum eins og mikill meirihluti þessarar þjökuðu þjóðar - Flokkar geta ekki haft sannfæringu, það getur bara fólk.

Þór Jóhannesson, 11.5.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband