Ég segi NEI, við aðildarviðræður að Evrópusambandi.

Mín afstaða er skýr varðandi aðild að ESB, ég segi NEI, takk, vegna þess ég hefi nú þegar kynnt mér næglega hvað það felur í sér að gerast aðili að þessu ríkjabandalagi þjóða í Evrópu.

Ég VEIT að Ísland fær enga sérsamninga frekar en aðrar þjóðir varðandi sjávarútveg og landbúnað, og þar er um að ræða valdaafsal yfirráða yfir auðlindum, okkur í óhag.

Óstjórn þessa ríkjabandalags i fiskveiðimálum er algjör, og stefna þess hefur beðið skipbrot og sökum þess, verður að telja það sérstakt að sambandið skuli hafa viðrað hugmyndir um að taka upp kvótakerfið íslenska, þegar sá stjórnmálaflokkur sem einn hefur það að stefnuskrá að ganga í samband þetta, hyggst breyta því hinu sama kerfi.

Tilraunir þessa ríkjasambands Evrópu þess efnis að útbúa sérstaka stjórnarskrá voru og eru upphafið að endalokum þess í mínum huga, enda því hinu sama verið hafnað af aðildarþjóðum.

Ég segi þvi NEI, og mun fylgja þvi eftir.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er gersamlega sammála þér hvað varðar aðild að EB, og þá sérstaklega það sem snýr að landbúnaðarmálum og sjávarútvegi. Við munum ekki fá neina sérmeðferð frá kommiserunum í Brussel.

Guðmundur Júlíusson, 10.5.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Nei það er deginum ljósara.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband