Eru hagsmunir fólksins samferða hagsmunum fyrirtækjanna ?

Það er auðvelt fyrir fjársterka aðila að viðhafa áróður um eitthvað svo sem aðild að Esb , líkt og birst hefur landsmönnum í rítstjórnargreinum Fréttablaðsins, um langtíma.

Fréttablaðið er frítímarit sem kostað er af markaðsfyrirtæki sem tekið hefur þátt í útrásarævnintýrinu.

Ritstjórinn er fyrrum sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins er sat þegar mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar hér á landi, urðu að lögum frá Alþingi, frjálst framsal veiðiheimilda á Íslandsmiðum.

Upphafið að ævintýrabraski og Matadorleik hér á landi sem leitt hefur landið að falli.

Hamagangur fyrirtækja varðandi aðild að Esb, getur ekki þýtt annað en hagnaðarvonir af þeirra hálfu, en hvað með almenning i landinu, mun sá ágóði ná til almennings, eða eingöngu fyrirtækjanna  ?

Ég leyfi mér að stórefast um að hagsmunir heildarinnar séu meðferðis í því hinu sama mati.

 

kv.Guðrún Maria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband