Mun endurnýjað gildismat, innihalda jöfnuð ?

Það vill stundum gleymast að hluti fóks hér á landi var aldrei þáttakandi í hinu svokallaða " góðæri " hér á landi, þar sem gjá hafði myndast millum stétta, ekki hvað síst þeirra sem höfðu mátt þola heilsutap eða fólks á efri árum með rýran ellilífeyri.

Sama má segja um ófaglærða á vinnumarkaði, er tóku laun á lægstu töxtum vinnumarkaðar, þeir hinir sömu upplifðu margir það atriði að launatekjur nægðu illa eða ekki til framfærslu eftir skattgreiðslur , þar sem skattleysismörkin voru fryst af stjórnvöldum á sínum tíma og hækkuðu ekki í samræmi við verðlagsþróun í áraraðir.

Það verður ekki hægt að segja að þessir hópar hafi beinlínis séð einhverja góðærissól í samfélaginu fyrir bankahrunið í haust.

Þáverandi stjórnvöldum var illa mögulegt að eygja sýn að það að eitthvað þyrfti að gera til að brúa þá gjá sem myndast hafði í samfélaginu milli þjóðfélagshópa.

Verkalýðshreyfing þessa lands var því miður heldur ekki þess umkominn að áorka breytingum í því efni og oft var þörf en nú er nauðsyn að hreyfingin endurskoði upphaflegan tilgang og markmið þess að standa vörð um vinnandi stéttir, í stað tenginga við fjármunaumsýslu fjárfestinga í atvinnulífi gegnum lífeyrissjóðina.

Andstæður í einu þjóðfélagi hvað varðar atvinnuleysi úti á landi og ofþenslu á höfuðborgarsvæði, var eitthvað sem landsmenn máttu taka hin síðari ár sem allt að því lögmáli því engin breyting i atvinnustefnumótun kom til sögu.

Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig nýr stjórnarsáttmáli vinstri flokka í landinu kemur til með að líta út, einkum og sér í lagi hvað varðar áherslur í þvi sambandi við það sem hér hefur verið nefnt.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Þú mælir allveg rétt .Það voru ófáir sem ekki nutu  góðærisins. þar gekk Ríkistjórnin fremst í að sjá svo um að hinir tekjuminni og þeir sem að voru og eru háðir bótum, fengju EKKI að vera með.

Það á heilmikið.eftir að taka til í launatöxtum hjá þeim sem MEIRA MEGA SÍN.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 01:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Þórarinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband