Lítill vandi að moka út spillingu ef þú veist hvar á að stinga niður skóflunni.

Spilling er af mörgum toga frá þvi smæsta upp í það stærsta, en klíkuþjóðfélagið sem við lifum í hefur að hluta til samsamað sig ákveðnum lögmálum valdaskiptingar millum ríkjandi afla lengst af þar sem völd og taumar til valda hafa hvoru tveggja tengst þeim sem fengið hafa oftast meirihutakosningu, sem og þeim sem komið hafa ár sinni fyrir borð í viðskiptalífi og fengið frjálsræði til athafna án mikillar rýni fjölmiðla.

Framsóknarflokkurinn hefur meira og minna ásamt Sjálfstæðisflokknum ráðið málum í gömlu atvinnuvegum þjóðarinar sjávarútvegi og landbúnaði.

Gömlu kratarnir og allaballar hafa fengið að ráða heilbrigðismálakerfi og menntakerfi að miklum hluta til gegnum árin, en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aðeins drepið niður fæti.

Viðskiptaumhverfisformúlan sem varð þjóðinni að falli er í boði gamla Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins ásamt Framsóknarflokknum og síðar Samfylkingunni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband