Frelsi til athafna á Íslandi er undir stjórnvöldum landsins komið á hverjum tíma.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu eigi að laga til dæmis óréttlátt kvótakerfi sjávarútvegs, tala fyrir því að sækja vatnið yfir lækinn sem aldrei hefur talist sérstaklega skynsamlegt.

Við hlaupum ekki til annarra þjóða um umbreytingar innanlands ef við getum ekki áorkað þeim hinum sömu breytingum sjálf.

Við þurfum sjálf að vera þess umkomin að skapa eðlilega umgjörð í einu samfélagi, þar sem skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklnga er á þann veg að jafnræðis sé gætt í hvívetna.

Þannig umhverfi höfum við Íslendingar því miður ekki haft undanfarna áratugi hér, sökum þess að hinn vinnandi maður á vinnumarkaði hefur verið gerður að galeiðuþræl, til þess að þjóna ríkisbákni í landinu.  

Á sama tíma og nýstofnaður hlutabréfamarkaður varð að græðgisfyrirbærra fárra fyrirtækja þar sem nútíma einokun varð til, undir náð stjórnvalda sem ekki náðu tökum á eigin klaufaskap við það að setja eðileg skilyrði og skipulag þar að lútandi.

Íslenskt þjóðfélag hefur dansað á landamærum öfgakaptílalisma sem náð hefur yfir í kommúnisma og ráðstjornarhyggju. Þar stendur hnífurinn í kúnni og góð ráð dýr hvernig menn ætla að feta sig út úr þeim frumskógi sem menn hafa komið sér í , varðandi skipulag mála.

Frelsi til atvinnu er forsenda þess að skapa skilyrði samkeppni og framþróun.

Þar skyldi misvitur lagaumgjörð ekki hamla.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með þér, það má ekki drepa niður allt frumkvæði fólks eða hamla sjálfbjarga viðleitni og rétti til hans.

Nóg er forræðishyggjan fyrir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 07:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt Þorsteinn Valur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband