Frelsi úr ánauð flokkafjötra.

Íslendingar hafa nú tækifæri til þess að velja leið út úr fjötrum hins staðnaða flokkakerfis hér á landi, til eigin áhrifa með beinu lýðræði.

Stjórnmálaflokkar, stórir jafnt sem smáir,  sem þróast í þá átt að þjóna þeim tilgangi einum að viðhalda sjálfum sér án nægilegra tengsla við fólkið í landinu, hafa sjálfkrafa fjarlægst tilgang sinn í samfélaginu.

Stjórnmálaflokkar sem hafa þegið háa styrki hér og þar umfram allt velsæmi almennings í landinu, hafa einnig fjarlægst tilgang stjórnmála.

Stjórnmálin snúast um fólkið í landinu, og sameiginlega heildarhagsmuni einnar þjóðar sem krefur hvern og einn þáttakanda í stjórnmálum um samvinnu að því markmiði.

Þar eiga ekki að þurfa að liða fjögur ár á milli þess að fólkið í landinu fái ráðið um athafnasemi kjörinna fulltrúa á Alþingi Íslendinga.

Við eigum tækni og aðferðir til þess að tengja þjóð og þing saman, þar sem almenningur í landinu hefur áhrif á sinn eigin fulltrúa á þingi með beinu lýðræði sem er lykill frelsis til framtíðar.

Ég er einn talsmanna Lýðræðishreyfingarinnar X-P og býð mig fram i Suðvesturkjördæmi, en  Jón Pétur er i Norðvestur, Haukur í Norðaustur, Þorsteinn Valur á Suðurlandi, og Ástþór og Guðbergur í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.

kv.Guðrún María. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband