Styrkja verkalýðsfélögin stjórnmálaflokka og þá hverja ?

Mér hefur löngum runnið til rifja ákveðin skortur á lýðræði innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar hér á landi þar sem stjórnum verkalýðsfélaga er falið það hlutverk að skipa í stjórnir lifeyrissjóða sem síðan aftur hafa það hlutverk á hendi að ávaxta fé með kaupum í hlutabréfum í fyrirtækjum.

Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvort verkalýðsfélögin í landinu styrkja stjórnmálaflokkana því oftar en ekki hefur þáttaka í verkalýðsmálum þýtt það atriði að ýmsir fulltrúar hafa sest á framboðlista flokka í kosningum.

Núverandi formaður A.S.Í var virkur þáttakandi í einum stjórnmálaflokki, og bauð sig fram til embætta að mig minnir.

Formaður BSRB, hefur verið þingmaður á sama tíma og formaður félagasamtaka.

Ýmsir aðlilar í embættum innan verkalýðshreyfingarinnar hafa sest á framboðslista flokka, á sama tíma og þeir hinir sömu voru kjörnir til þess að gæta hagsmuna launþega sem eðli máls samkvæmt kunna að tilheyra ýmsum flokkum í litrófi stjórnmálanna.

Er þetta eðlilegt eða þarf að skoða þessi mál betur ?

kv.Guðrún Maria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband