Sögulegur sigur á lýðræðislegan mælikvarða.

Það verður að telja það sigur að fá hnekkt úrskurði undirkjörstjórna, með tilkomu æðra stjórnsýslustigs, Landsyfirkjörsstjórnar í þessu tilviki, fyrir framboð er býður fram í fyrsta skipti hér á landi.

Detti einhverjum í hug að það hafi ekki kostað tíma og orku þá skal það hér með upplýst að heilir þrír dagar af kosningabaráttu hafa farið í það að uppfylla ýmis skilyrði þessarar endanlegu ákvarðanatöku, með fundum á fundum ofan og vinnu við að uppfylla hinar ýmsu kröfur er undirstjórnsýslustigsaðilar óskuðu eftir að uppfylltar yrðu í þessu sambandi.

Niðurstaðan er eigi að síður að mínu viti sigur fyrir lýðræðið í landinu og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Til hamingju með þetta GMaría. Ég tók eftir að það mætti enginn frá ykkur hjá Menntaskólanum í Kópavogi í gærmorgun og enginn hjá bændum í Hlégarði í Mos í fyrrakvöld. Þú hefur haft öðrum hnöppum að hneppa sé ég . Gangi þér vel Kolbrún. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.4.2009 kl. 08:08

2 identicon

Gangi ykkur báðum vel Kolbrún og Guðrún.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það Baldvin  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband