Frjálslyndi flokkurinn mun verja velferðarþjóðfélag fyrir alla.

Málefni aldraðra og sjúkra sem og hagsmunir láglaunafólks fara saman, þar sem skattkerfi sem vegur að lífsafkomumöguleikum þessarra hópa í voru þjóðfélagi hefur verið við lýði í rúman áratug.

Stjórnvöld munu verða að gjöra svo vel að taka frekara tillit til þeirra hagsmuna sem hér er um að ræða og snúast um grundvallarmannréttindi þess að eiga lífsafkomu án þess að hið opinbera heimti til sín greiðslur í formi skatta af tekjum sem illa eða ekki geta flokkast sem tekjur fyrir lífsafkomu milli mánaða.

Það getur hver maður séð í hendi sinni að það er ekki heil brú í því atriði að skattaka hefjist við tekjumark sem notast hefur verið við sem flokkun algjörrar lágmarksframfærslu einstaklinga til lifibrauðs í landi voru.

Aðilar vinnumarkaðsins eru ekkert patt í þessu efni þeir hinir sömu bera einnig ábyrgð á skipan mála svo fremi þeir séu aðilar að samningum við stjórnvöld á hverjum tíma. Stjórnvöld bera eigi að síður ábyrgð á leikreglum þeim sem til staðar eru þ.e. hvenær skatttaka hefst sem og hve mikill hluti tekna er skattlagður.

Hvarvetna sem ég sit fundi í mínum flokki eru þessi mál nær efst á baugi þar sem breytinga er þörf.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittó

Ólafur fannberg, 5.12.2006 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband