Lýðræðishreyfingin er fyrir fólkið í landinu.

Það var afar ánægjulegt að sjá það að fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar í sjónvarpsumræðum í RN , Ástþór Magnússon, var sá eini sem bar fram hugmyndir um raunverulega þróun, hvort sem er á sviði innkomu eins þjóðfélags tekjulega, ellegar lýðræðislegar umbætur í voru samfélagi, í umræðum kvöldsins.

Hann lýsti aðferðafræði stjórnvalda gagnvart honum sjálfum her á landi en hann var handtekinn fyrir það eitt að benda á það  i tölvupósti, að orð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem staddir voru í Brussel, þýddi sjálfkrafa þáttöku landsins í stríði.

Hann var fyrsti maður til þess að benda á þetta atriði hér á landi, en siðar slógu nokkrir stjórnmálaflokkar á sömu strengi þótt ekki næðu að eygja sýn á það samtímis eins og Ástþór þá.

Sú hin sama handtaka á þeim tíma var eitt dæmi um offar stjórnvalda sem að mínu viti þá og nú.

Tímar lýðræðis fólksins eru að renna upp hér á landi og hvert skref i áttina er skref til góðs.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband