" Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni, nýtur sins sjálfs.. "

Ég elska aldamótaljóð Einars Ben, vegna þess að þar er að finna framtíðarsýn fyrir þjóðina í heild í meitluðum orðum skáldsins.

Hvernig á fjöldinn í þjóðinni að njóta síns sjálfs ?

Í minum huga er það einfalt því fleiri sem taka þátt í að móta þróun eins þjóðfélags sem virkir þáttakendur beint inn á þjóðþingið, því betra.

 

Þess vegna er það engin spurning í mínum huga að róa öllum árum að auknu lýðræði almennings í landinu svo mest sem verða má, beinu lýðræði með notkunnar á nútíma tækni sem til staðar er og fyrir löngu hefði átt að taka í notkun í þessu sambandi.

 

Þess vegna tek ég þátt i framboði Lýðræðishreyfingarinnar, til lýðræðisumbóta á Íslandi.

 

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sæl

Við erum þá í þessu á sömu forsendum, völdin til fólksins.

Baráttukveðja

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.4.2009 kl. 02:13

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæl Guðrún María og takk fyrir góðan pistil.  Það er vissulega kominn tími til þess að endurvekja lýðræðið og hefja það til þeirrar virðingar að okkur sé sæmandi og hætta að afsala okkur því á fjögura ára fresti.

kveðja Róbert

Róbert Tómasson, 14.4.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband